Landeldi gæti komið á álverslóð á Keilisnesi

0
168

200 mílur | Morgunblaðið | 25.4.2023 | 6:20 | Uppfært 7:02

Landeldi ehf. er að byggja upp landeldisstöð við Þorlákshöfn. Ljósmynd/Landeldi

Nokkur fiskeldisfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að hefja landeldi á fiski í stórum stíl á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd. Rannsóknir benda til að þar séu góðar aðstæður frá náttúrunnar hendi til slíks eldis en bæjarstjórinn í Vogum segir þó að frekari rannsóknir þurfi að gera.

Fyrir um 30 árum var landið keypt og boðið fyrirtækjunum sem hugðust byggja stórt álver undir merkjum Atlantsáls. Telur bæjarstjórinn að þarna gæti byggst upp umfangsmikill fiskeldisiðnaður sem hefði þýðingu fyrir sveitarfélagið og efnahagslífið.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.