7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Landfyllingarárátta skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Fjörum fórnað

Skyldulesning

Hvað er með þessa landfyllingaráráttu skipulagsyfirvalda í borginni? Fjörur fá ekki að vera í friði því svo mikið þarf að þétta byggð. Gengið er á náttúrulegar fjörur. Til dæmi kemur landfylling í tengslum við uppbyggingu íbúðahverfis í Skerjafirði til með að skerða náttúrulegar fjörur þar.

Ýmsir hafa mótmælt. 

Náttúrufræðistofnun og fleiri hafa mælst til að fjörulífi verði ekki raskað. Sífellt hefur verið að gengið á fjörur á höfuðborgarsvæðinu. Forsendur fyrir þéttingu byggðar og hagkvæmni sem því getur fylgt á ekki að byggjast á því að raska lífríkustu svæðum Reykjavíkur. Af hverju má ekki skoðar aðrar leiðir t.d. gamla og góða aðferð sem er að gera trébryggju. Fyrstu bryggjurnar í Skerjafirði voru trébryggjur- bryggjur þar sem staurar voru reknir niður í undirlagið og trédekk sett á þá. Það er framkvæmd sem hefur lítil sem engin áhrif á lífríkið. Landfyllingar eru sums staðar hrein skemmdarverk.

landf. 1


Flokkur: Bloggar |


«
Síðasta færsla

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir