Í byrjun árs 2017 höfðaði Landsbankinn mál á hendur hópnum sem hann seldi 31,2 prósent hlut í Borgun síðla árs 2014. Hann taldi kaupendurna hafa blekkt sig og hlunnfarið sem leitt hafi til þess að bankinn varð af 1,9 milljörðum króna. Landsbankinn tapaði málinu fyrir dómstólum í síðustu viku.
Óánægja Um hundrað manns mótmæltu því hvernig Landsbankinn seldi hlut sinn í Borgun í janúar 2016 undir yfirskriftinni „Lokað vegna spillingar“. Steinþór Pálsson, þáverandi bankastjóri, tók á móti hópnum og ræddi við hann. Hann missti starf sitt í lok árs 2017 vegna Borgunarmálsins. Mynd: Pressphotos
Landsbankinn sýndi af sér vanrækslu á því að gæta hagsmuna sinna þegar hann, sem fjármálastofnun sem býr yfir mikilli reynslu og sérþekkingu á sviði kortaviðskipta, kannaði ekki stöðu Borgunar gagnvart Visa Europe með því að kalla eftir gögnum um hana áður en bankinn seldi 31,2 prósent hlut sinn í Borgun síðla árs 2014 á tæpa 2,2 milljarða króna eða með því að láta gera áreiðanleikakönnun á hinu selda.
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómsmáli sem staðið hefur yfir árum saman, og hefur haft margvíslegar afleiðingar. Meðal annars kostaði salan á Borgun fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, Steinþór Pálsson, starfið tveimur árum eftir að hún átti sér stað.
Landsbankinn taldi sig hafa verið hlunnfarinn í viðskiptunum og að kaupendur hlutarins, hópur sem innihélt meðal annars þáverandi forstjóra Borgunar, hafi blekkt sig. Í byrjun árs 2017 höfðaði Landsbankinn mál gegn kaupendunum: Borgun hf., Hauki Oddssyni (þáverandi forstjóra fyrirtækisins), BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun …
Skráðu þig inn til að lesa Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Athugasemdir (2) Nýtt efni
Erjur
Sófakartaflan rýnir í þáttaröðina Beef. Henni líkaði vel við það sem hún sá – en einungis eitt varpaði skugga á upplifunina.
Dómsdagur
Andrea og Steindór ræða mynd Egils Eðvarðssonar frá 1998, Dómsdagur.
Ástþór JóhannssonÓvissuþáttunum fjölgar í aðdraganda tvöfaldra tyrkneskra kosninga
Ástþór Jóhannsson fer yfir stöðuna í tyrkneskum stjórnmálum og veltir fyrir sér hvort Kemal Kilicdaroglu, helsti mótframbjóðandi Recep Tayyip Erdogan, sitjandi forseta, eigi raunverulega möguleika í komandi forsetakosningum.
Landsbankinn sagður hafa sýnt af sér vanrækslu og því tapaði hann Borgunarmálinu
Í byrjun árs 2017 höfðaði Landsbankinn mál á hendur hópnum sem hann seldi 31,2 prósent hlut í Borgun síðla árs 2014. Hann taldi kaupendurna hafa blekkt sig og hlunnfarið sem leitt hafi til þess að bankinn varð af 1,9 milljörðum króna. Landsbankinn tapaði málinu fyrir dómstólum í síðustu viku.
Borgaði 2 milljónir fyrir sögufrægt hús á Flateyri sem metið er á 20
Sögufrægt timburhús á Flateyri var selt til einkaaðila í fyrra fyrir 1/10 af fasteignamati. Í húsinu er rekin bóka- og gjafavöruverslun. Minjasjóður Önundarfjarðar réði ekki við að fjármagna endurbætur á húsinu og reyndi að gefa Ísafjarðarbæ það. Þegar það gekk ekki bauðst eiganda verslunarinnar, ‘Ágústu Guðmundsdóttur, tækifæri á að kaupa það fyrir yfirtöku skulda.
Berglind Rós MagnúsdóttirNæðingur um næðið
Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor og deildarforseti við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, veltir fyrir sér verkefnamiðuðu vinnurými í akademísku umhverfi. Eru æðstu stjórnendur Háskóla Íslands að framselja dýrmæt réttindi?
Ein áhrifamesta kona í dönsku atvinnulífi hrökklast frá
Þegar Lizette Risgaard var kjörin fyrsti formaður danska alþýðusambandsins fyrir fjórum árum þóttu það mikil tíðindi. Kona hafði ekki áður gegnt svo háu embætti innan samtaka launafólks. Nú hefur hún hrökklast úr formannsstólnum.
Fimm góðar gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu
Nú þegar farið er að sjást til sólar eftir langan og óvenjukaldan vetur vaknar útivistarþráin hjá mörgum borgarbúum. Einar Skúlason leiðsögumaður segir frá fimm góðum gönguleiðum á höfuðborgarsvæðinu.
Ung og töff með stuttskífur
Dr. Gunni er hrifinn af tveimur upprennandi ungstirnum: Daniil og Lúpínu.
Efnir til „allsherjar afvopnunar“ eftir tvær mannskæðar skotárásir
Skotvopnalöggjöf í Serbíu verður hert eftir að 17 létur lífið í tveimur skotárásum sem gerðar voru í landinu með stuttu millibili í vikunni. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu ætlar að efna til „allsherjar afvopnunar“.
Þorvaldur GylfasonÓdáðaeignir
Hvað er hægt að gera til að endurheimta ránsfeng einræðisherra og fávalda?
Stjórnvöld vita ekki hversu margir flóttamenn frá Venesúela eru á Íslandi
Útlendingastofnun býr ekki yfir upplýsingum um hversu margir íbúar frá Venesúela sem fengið hafa vernd sem flóttamenn hér á landi eru enn þá hér. Stjórnvöld hafa ákveðið að hætta að veita Venesúelabúum sjálfkrafa viðbótarvernd hér á landi vegna breyttra aðstæðna í landinu.
Mest lesið undanfarið ár
1
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
9
Magdalena – „Til þess að fá nálgunarbann, þá verður þú að fá hann til að ráðast á þig“
Magdalena Valdemarsdóttir var föst í ofbeldissambandi í 10 mánuði og segir ofbeldið hafi haldið áfram þrátt fyrir sambandsslit. Alvarlegt ofbeldi á sér stundum stað eftir sambandsslit og það er ekkert sem segir að þegar ofbeldissambandi sé slitið þá sé ofbeldið búið. Árið 2017 kærði Magdalena barnsföður sinn fyrir tilraun til manndráps. Barnsfaðir hennar fékk 18 mánað fangelsi fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás með því að hafa ruðst inn til hennar, slegið hana tvívegis með flötum lófa í andlit en jafnframt tekið hana í tvisvar sinnum kverkataki með báðum höndum þannig að hún átti erfitt með að anda en hún var gengin 17 vikur á leið með tvíbura þeirra.
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.