6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Landsmenn sólgnir í sörur

Skyldulesning

Kvenfélagskonur bökuðu og seldu yfir 2.200 sörur um helgina.

Kvenfélagskonur bökuðu og seldu yfir 2.200 sörur um helgina.

Kristinn Magnússon

Sólarhrings bakstur hjá Kvenfélagasambandi Íslands gekk glimrandi vel segir Jenný Jóakimsdóttir kvenfélagskona. Alls bökuðu þær og seldu hátt í fimm þúsund smákökur en öll sala rann beint í söfnina Gjöf til allra kvenna. Ekki er komið á hreint hversu mikill peningur safnaðist en talan er að sögn Jennýjar komin yfir milljón.

Baksturinn hófst á föstudagskvöldið klukkan 18 og lauk sólarhring síðar. Jenný segir að þær hafi þurft að loka fyrir pantanir á sörum stuttu eftir hádegi í gær vegna mikillar eftirspurnar. Alls bökuðu þær 2200 sörur. Einnig bökuðu kvenfélagskonur um allt land en sambandið er ekki með tölur yfir hversu mikið magn það var.

Ekki voru bara jólasmákökur framleiddar í eldhúsinu hjá konunum heldur steiktu þær einnig yfir þúsund kleinur, bökuðu yfir hundrað formkökur eins og jólakökur og kryddbrauð og 60 marengsbotna.

Meirihluti afrakstursins er nú þegar seldur en þær fengu yfir 100 pantanir. Bakkelsið var selt á vefnum gjoftilallrakvenna.is og í jólaþorpinu í Hafnarfirði í gær og í dag. Síðustu pantanir verða afhentar í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum á morgun. 

Aðeins tamarkaður fjöldi kvenna gat komið að sólarhrings bakstrinum vegna sóttvarna en það voru þreyttar kvenfélagskonur sem lögðust á koddan í gærkvöldi að sögn Jennýjar. 

Ágóða af áheitabakstrinum stendur til að verja í kaup á tækjum og til að styrkja nettengingar frá heilbrigðisstofnunum út um land við kvennadeild Landspítalans.

Söfnunin stendur til 1. febrúar 2021 og því geta áhugasamir lagt sitt af mörkum inni á vefnum gjoftilallrakvenna.is.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir