Landsréttur geti lokið um 20 fleiri málum á ári vegna auka dómara

0
7

Málsmeðferðartími áfrýjaðra einkamála fyrir Landsrétti var 345 dagar í fyrra, eftir að hafa verið 352 dagar árið 2021. Flestum þeim sem eru í samskiptum við dómstólinn þykir málsmeðferðartíminn við dómstólinn almennt of langur, samkvæmt skoðanakönnun sem dómstólasýslan framkvæmdi í fyrra á meðal ákærenda og lögmanna.

Tæpur helmingur, eða 47 prósent svarenda,  sögðu málsmeðferðartímann þá allt of langan og rúm 35 prósent til viðbótar sögðu málsmeðferðartímann vera ívíð of langan. Rúmum 15 prósentum aðspurðra þótti málsmeðferðartíminn hæfilegur og sárafáum þótti hann of skammur.

Auka dómari mun fjölga málum sem tekst að klára Gripið var til aðgerða fyrr á þessu ári til þess að mæta löngum málsmeðferðartíma við réttinn og samþykkti Alþingi lög um að fjölga föstum dómurum réttarins um einn, úr 15 í 16, í vor. Þetta kemur til með að fjölga þeim málum sem Landsréttur getur annað á ári hverju, segir skrifstofustjóri réttarins, Gunnar Viðar, í skriflegu svari við fyrirspurn …

Skráðu þig inn til að lesa Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.

Kjósa

1

Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir