8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Landsvirkjun meðal 50 efstu

Skyldulesning

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar.

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar.

mbl.is/Hari

Landsvirkjun er meðal 50 fyrirtækja í endurvinnanlegri orkuframleiðslu í heiminum sem hljóta einkunina A- eða A frá alþjólegu samtökunum CDP fyrst íslenskra fyrirtækja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun í dag. 

Landsvirkjun fékk A- í einkunn. Tæplega 10 þúsund fyrirtæki skila inn upplýsingum til samtakanna á ári hverju og er meðaleinkunn þeirra C, meðal fyrirtækja í endurnýjanlegri orkuvinnslu er hún B. 

Samtökin CDP stuðla að samræmdri og faglegri upplýsingagjöf um umhverfismál, ásamt því að veita endurgjöf og hvetja til stöðugra umbóta.

„Landsvirkjun hefur verið meðvituð um hlutverk sitt og ábyrgð í baráttunni gegn loftslagsvánni og það staðfesti CDP árið 2016, þegar fyrirtækið fékk fyrst mat þess,“ segir í tilkynningunni frá Landsvirkjun.

Kröfurnar aukist síðan 2016

„Þessi viðurkenning er okkur hjá Landsvirkjun afar dýrmæt staðfesting á því að við höfum verið á réttri leið í loftslagsmálum undanfarin misseri og ár. Glíman við loftslagsbreytingar snertir kjarnastarfsemi fyrirtækisins og allt starfsfólk á heiður skilinn fyrir að leggja sitt af mörkum í þessum efnum. Það er sérstaklega ánægjulegt að kröfur CDP hafa aukist jafnt og þétt með árunum og því þurfti meira til að fá A-einkunn nú en árið 2016, þegar við hófum þessa vegferð,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Innlendar Fréttir