10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Langt komnir með Martínez

Skyldulesning

Lisandro Martínez hefur leikið með Ajax í þrjú ár.

Lisandro Martínez hefur leikið með Ajax í þrjú ár. AFP

Flest bendir til þess að argentínski knattspyrnumaðurinn Lisandro Martínez sé á leiðinni frá Ajax til Manchester United.

Samkvæmt félagaskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano var málið nánast afgreitt á fundi forráðamanna félaganna í Amsterdam á miðvikudaginn og samið hafi verið um heildarpakka sem geti fært Ajax allt að 47 milljónum punda fyrir leikmanninn.

Erik ten Hag, hinn nýi knattspyrnustjóri United, virðist því vera langt kominn með að krækja í tvo leikmenn sem áður léku með honum hjá Ajax en Frenkie de Jong er líklega á leið til United frá Barcelona.

Martínez er 24 ára gamall miðvörður en leikur líka sem bakvörður og varnartengiliður.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir