7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Langt síðan svo stórar skriður féllu

Skyldulesning

Svona var umhorfs á Seyðisfirði í gærkvöldi.

Svona var umhorfs á Seyðisfirði í gærkvöldi.

Ljósmynd/Ómar Bogason

Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði fylgist nú með og aðstoðar íbúa eftir því sem þarf vegna aurskriðna sem féllu þar í gærkvöldi. Óvissustig vegna skriðuhættu er enn í gildi á Austurlandi. Íbúar sem rýmt hafa hús sín og þurfa nauðsynjar geta nú leitað í hús björgunarsveitarinnar.

„Þetta er svolítið blautt en rigningin hefur alla vega minnkað eitthvað í bili,“ segir Helgi Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar Ísólfs, í samtali við mbl.is. 

„Við erum svona að fylgjast með þessu og aðstoða íbúa eftir því sem þarf.“

Helgi segir að það hafi gengið vel að aðstoða fólk og rýma hús í gærkvöldi en á annað hundrað íbú­ar þurftu að yf­ir­gefa heim­ili sín í gær og gistu þeir hjá vin­um og ætt­ingj­um í nótt.

Var þetta erfitt kvöld og nótt fyrir þá sem stóðu vaktina?

„Já og nei, það svo sem gekk bara mjög vel. Það voru rýmd þarna slatti af húsum. Það svo sem gerðist ekkert stórt í nótt sem ég veit um alla vega,“ segir Helgi. 

Eru Seyðfirðingar vanir svona stórum skriðum eða er þetta óvenjulegt? 

„Þetta hefur gerst einhvern veginn svona áður en það er langt síðan. Við höfum fengið aurskriður áður,“ segir Helgi. 

Síðasta aurskriðan féll um klukkan tíu

Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi kemur fram að heldur hafi dregið úr úrkomu og vatnsaga á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt.

„Síðasta aurskriðan sem vitað er um féll um klukkan tíu í gærkvöldi en eftir það virðist ástand hafa náð meira jafnvægi. Engar skriður hafa fallið í morgun eftir því sem best er vitað. Beðið er birtingar til að kanna betur aðstæður.

Íbúar sem rýmt hafa hús sín og þurfa nauðsynjar eru hvattir til að leita í Sæból, hús björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Þar bíður aðstoð við að fara inn á svæðið auk nýjustu upplýsinga. 

Lögreglan stefnir að því frá og með hádegi í dag að senda reglulega SMS skilaboð til þeirra sem eru á Seyðisfirði með upplýsingum og leiðbeiningum. Skilaboðin eru send í samvinnu við Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. Upplýsinga fyrir íbúa á Seyðisfirði er því að leita í björgunarsveitarhúsinu á Seyðisfirði auk þess sem fréttatilkynningar verða reglulega sendar á þessum vettvangi og á fésbók lögreglu auk SMS skilaboða eins og áður sagði. Þá má leita upplýsinga á heimasíðu Múlaþings, mulathing.is,“ segir í tilkynningunni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir