3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Langþráð sigurmark Liverpool á Anfield

Skyldulesning

Trent Alexander-Arnold fagnar hér sigurmarki sínu.

Trent Alexander-Arnold fagnar hér sigurmarki sínu.

AFP

Liverpool vann 2:1-heimasigur á Aston Villa á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þökk sé sigurmarki í uppbótartíma.

Ekkert hefur gengið hjá Englandsmeisturunum á heimavelli á árinu en þeir voru ekki búnir að skora mark úr opnum leik á Anfield síðan í desember, tapað sex síðan þá og gert eitt jafntefli. Það stefndi svo í enn einn skellinn er Ollie Watkins kom gestunum yfir á 43. mínútu með föstu skoti sem Alisson missti undir sig í marki Liverpool.

Heimamenn héldu að þeir væru að jafna rétt fyrir hálfleik þegar Roberto Firmino kom knettinum í netið en Diogo Jota var metinn rangstæður í aðdraganda marksins eftir athugun myndbandsdómara.

Liverpool jafnaði þó metin á 57. mínútu, Mohamed Salah gerði það, hirti frákastið og skoraði eftir að Emiliano Martínez varði fast skot Andrew Robertson út í teiginn. Heimamenn kreistu svo fram dramatískt sigurmark í uppbótartíma, Trent Alexander-Arnold skot boltanum fast í fjærhornið frá vítateigslínunni. Með sigrinum fer Liverpool upp í Meistaradeildarsæti, 4. sætið, og hefur þar 52 stig. West Ham er með 52 stig í 5. sæti og Chelsea sæti neðar með 51 stig en bæði lið eiga leik til góða.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir