-3 C
Grindavik
26. janúar, 2021

Látinn laus eftir samræður við lögreglu

Skyldulesning

Lögreglan á Austurlandi telur ekki ástæðu til frekari aðgerða gagnvart manninum sem sagður er hafa hótað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag.

Upplýsingar bárust lögreglunni um meintar hótanir um hádegisbil. Lögreglan hefur síðan þá rætt við manninn og telur, eftir þær samræður, að engin ástæða sé til grípa til ráðstafana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristjáni Ólafi Guðnasyni, yfirlögregluþjóni á Austurlandi.

Ríkislögreglustjóri hefur þá sagt við fjölmiðla í dag að ekki sé talin hætta á ferðum.

Ræddi við Björn Leví símleiðis þegar lögreglu bar að garði

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir frá því á Facebook síðu sinni nú síðdegis að umræddur maður hafi hringt í hann í dag til að útskýra mál sitt. Símtalið hafi staðið yfir þegar lögreglu bar að garði hjá manninum fyrr í dag.

Björn segir að manninum hafi augljóslega verið mikið niðri fyrir. Hann væri svekktur vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Að hans mati hefði mátt sjá fyrir skriðuföllin því fyrir tveimur árum hafi verið haldinn fundur um mögulegar aurskriður fyrir austan. Fólk hafi vitað að þetta gæti gerst en að ekkert hafi verið gert til að koma í veg fyrir hamfarirnar.

Í eyrum Björns hafi maðurinn hljómað eins og áhyggjufullur íbúi Seyðisfjarðar sem hafi þrátt fyrir aðstæður útskýrt málið á yfirvegaðan en tilfinningaþrunginn hátt.


Tengdar fréttir


Sá sem hótaði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur sent héraðsfréttaritinu Austurfrétt tvö SMS-skeyti. 


Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bárust hótanir þar sem hún er stödd á Seyðisfirði í dag ásamt þremur ráðherrum úr ríkisstjórninni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Uppnám varð í Ferjuhúsinu, upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar, rétt fyrir tólf í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir