0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Laugi Bald tekur við Þrótti

Skyldulesning

Guðlaugur Baldursson hefur verið ráðinn sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Þrótti og hefur gert fjögurra ára samning við félagið. Guðlaugur er afar reynslumikill þjálfari, hann hóf þjálfaraferil sinn í meistaraflokki í Vestmannaeyjum er hann tók við efstu deildar liði ÍBV að loknu keppnistímabilinu 2004.

Hann hefur á ferli sínum þjálfað, ÍBV, lið ÍR og Keflavíkur bæði í efstu og næst efstu deild og nú síðast var hann í þjálfarateymi FH sem endaði í 2.sæti Pepsi Max deildarinnar á nýliðnu keppnistímabili. Hann var jafnframt aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar hjá FH á árunum 2012-2016 þar sem hann fagnaði þremur Íslandsmeistaratitlum á fimm árum.

Guðlaugur mun hefja störf 1. desember.

Kristján Kristjánsson formaður knd. Þróttar segir: “Það er mikill fengur í því fyrir Þrótt að fá Guðlaug sem þjálfara og fá aðgang að þeirri miklu þekkingu og reynslu sem hann býr yfir. Guðlaugur mun stýra uppbyggingu mfl liðs karla og stjórn knd. Þróttar er þess fullviss að þessi ráðning muni nýtast ungum leikmannahópi félagsins vel., enda fara hugmyndir og sýn stjórrnar deildarinnar og Guðlaugs vel saman”.

Innlendar Fréttir