10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Laun opinberra starfsmanna vega þungt í hækkun

Skyldulesning

„Það er ýmislegt sem ýkir áhrifin. Til að mynda fengu opinberir starfsmenn afturvirkar greiðslur auk þess sem stytting vinnuvikunnar hefur áhrif. Við erum að vinna í því að skoða hvaða kraftar eru þarna að verki,“ segir Drífa Snædal, formaður Alþýðusambands Íslands (ASÍ). 

Vísar hún þar til hækkandi launavísitölu. Mik­il hækk­un varð á launa­vísi­tölu í októ­ber, sam­kvæmt hag­sjá Lands­bank­ans. Vísi­tal­an hækkaði um 0,7% milli sept­em­ber og októ­ber sam­kvæmt töl­um Hag­stofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hef­ur launa­vísi­tal­an hækkað um 7,1% en það er mesta árs­breyt­ing frá því í apríl árið 2018.

Segir Drífa að auk framangreindra áhrifa hafi vaktaálög opinberra starfsmanna sömuleiðis sitt að segja. „Það getur verið að vaktaálög opinberra starfsmanna í tengslum við kórónuveiruna hafi áhrif,“ segir Drífa og bætir við að hugsanlegt sé að þróunin snúist við á næstu mánuðum. 

Aðspurð segir hún ánægjulegt hversu vel hafi tekist með að hækka laun þeirra sem verst eru launaðir. „Það er mjög gleðilegt að markmiðið um að hækka laun lægst launuðu hafi tekist.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir