8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Launalækkun á Messi eða hann þarf að fara

Skyldulesning

Lionel Messi þarf að taka á sig verulega launalækkun ef hann ætlar að vera áfram í herbúðum Barcelona. Emili Rousaud sem er í framboði til forseta félagsins greinir frá þessu.

Barcelona er í fjárhagsvandræðum og hafa leikmenn verið að taka á sig launalækkanir undanfarið til að hjálpa til.

Félagið var illa rekið og COVID-19 veiran hefur svo haft þau áhrif að fjárhagur félagsins er slæmur. Messi er sagður þéna um 900 þúsund pund á viku.

„Við verðum að setjast niður með Messi og fara fram á launalækkun. Félagið er ekki rekstrarhæft svona, við verðum að biðja hann um að fórna sér. Ef það tekst ekki, þá verður Messi að fara,“ sagði Rousaud.

„Messi hefur skrifað bestu síðurnar í sögu okkar félag, við virðum þá goðsögn. Svona er raunveruleikinn.“

„Við getum ekki platað okkar fólk, við verðum að tryggja reksturinn.“

Messi vildi fara frá Barcelona í sumar en fékk ekki að yfirgefa félagið, óvíst er hvað hann gerir næsta sumar þegar samningur hans er á enda.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir