8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Laxinn skilaði næstmestum útflutningstekjum

Skyldulesning

Eldislaxinn verður sífellt mikilvægari útflutningsvara.

mbl.is/Helgi Bjarnason

Eldislaxinn verður sífellt mikilvægari útflutningsvara. Sú staðreynd er kannski ekki ný af nálinni en það að laxinn skilaði næstmestum útflutningsverðmætum á eftir þorski í fyrra þykja nokkur tíðindi.

Fram kemur á Radarnum að lengst af hafi loðnan verið næstumfangsmesta tegundin og skilað næstmestum útflutningsverðmætum á eftir þorski síðastliðinn áratug, en vegna loðnubrests er hún ekki til staðar. Þá hefur laxinn vaxið mikið undanfarin ár og hefur hann tekið fram úr flestum öðrum tegundum.

Mynd/Radarinn

Talið er líklegt „að hlutur laxins muni vaxa enn frekar á komandi árum og að hann muni þar með festa sig rækilega í sessi sem annar verðmætasti fiskurinn. Að sjálfsögðu geta aðrar fisktegundir bætt við sig, en þegar veitt er úr náttúrulegum stofnum er magnaukning þeirra miklu óvissari“, segir á Radarnum.

2,1 milljarður í janúar

Fram kemur að árið 2021 hefur byrjað vel í fiskeldinu og voru útflutningsverðmæti eldisafurða 3,1 milljarður króna í janúar, sem er stærsti janúar frá upphafi.

Í krónum talið er aukningin á milli ára 22% en í erlendri mynt 10%. Þar af nam útflutningsverðmæti eldislax um 2,1 milljarði króna.

Innlendar Fréttir