5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Leeds upp að hlið Arsenal

Skyldulesning

Raphinha lagði upp mark og Ben Osbourn skoraði.

Raphinha lagði upp mark og Ben Osbourn skoraði.

AFP

Leeds er komið upp í efri hluta ensku úrvalsdeildinnar í fótbolta eftir 2:1-sigur á botnliði Sheffield United á heimavelli í dag. 

Leeds byrjaði af krafti og komst yfir strax á 12. mínútu er Jack Harrison skoraði af stuttu færi eftir undirbúning hjá Raphinha.

Leeds hélt áfram að sækja og var nálægt því að bæta við marki, en það voru gestirnir sem jöfnuðu í blálok fyrri hálfleiks. Olivier McBurnie átti þá skot að marki sem fór í varnarmann og þaðan datt boltinn á Ben Osborn sem skoraði af stuttu færi og staðan í hálfleik því 1:1.

Leeds byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og Phil Jagielka varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 49. mínútu. Leeds var líklegra til að bæta við en Sheffield að jafna, en fleiri urðu mörkin ekki.

Leeds er í 10. sæti með 42 stig, eins og Arsenal sem er í sætinu fyrir ofan. Sheffield United er sem fyrr á botninum með 14 stig, 14 stigum frá öruggu sæti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir