4.3 C
Grindavik
22. september, 2021

Leggjast gegn ákvæði um útgöngubann

Skyldulesning

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is/Rax

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til að leggjast gegn því að ákvæði um útgöngubann verði lögfest í sóttvarnarlögum, líkt og stjórnarfrumvarp heilbrigðisráðherra kveður á um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Þar segir enn fremur að stíga þurfi „varlega til jarðar þegar valdhafar heimila stjórnvöldum að skerða stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna og er minnt á meðalhófsreglu í þeim efnum.“

Þá hvetur Heimdallur stjórnvöld til „að líta til þess árangurs sem náðst hefur með vægari aðgerðum en þeirri bannstefnu sem felst í ákvæði um útgöngubann og um leið verður að marka skýrari stefnu í sóttvarnamálum, í ljósi þess að rúmir níu mánuðir eru þegar liðnir frá byrjun faraldursins.“

Vísar félagið máli sínu til stuðnings í álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar, sérfræðings í stjórnsýslurétti. Hefur hann sagt að mikilvægt sé að stjórnvöldum beri að velja það úrræði sem vægast er og komið getur að gagni. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir