8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Leicester afgreiddi Brighton í fyrri hálfleik

Skyldulesning

James Maddison fagnar öðru marki sínu og þriðja marki Leicester …

James Maddison fagnar öðru marki sínu og þriðja marki Leicester City ásamt James Justin í kvöld.

AFP

Leicester City vann góðan 3:0-sigur gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Öll mörk Leicester komu í fyrri hálfleik.

Á 27. mínútu tók Leicester forystuna. Þá átti James Justin góða fyrirgjöf á Jamie Vardy, sem lagði boltann út á James Maddison, sem tók eina snertingu og skoraði svo með vinstrifótarskoti sem Mat Ryan í marki Brighton varði í netið, 1:0

Á 41. mínútu tvöfaldaði Leicester forystu sína. Eftir góða sókn komst Justin upp að endamörkum, renndi boltanum fyrir á Vardy sem var á undan Ryan að boltanum og renndi honum auðveldlega í netið, 2:0.

Rétt áður en flautað var til leikhlés skoraði Leicester aftur. Þá gaf Vardy boltann á Maddison í teignum og hann tók glæsilegt skot með vinstri fæti sem söng uppi í bláhorninu.

3:0 í hálfleik og staðan orðin ansi vænleg fyrir Leicester.

Mörkin þrjú reyndust meira en nóg því ekkert meira var skorað í leiknum og öruggur sigur Leicester staðreynd.

Með sigrinum fer liðið upp í 3. sæti deildarinnar með 24 stig, aðeins einu stigi á eftir Tottenham og Liverpool.

Innlendar Fréttir