2 C
Grindavik
16. janúar, 2021

Leicester upp í þriðja sætið eftir sigurmark á 90. mínútu

Skyldulesning

Sheffield tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 1-2 sigri Leicester sem stálu sigrinum undir lok leiks.

Ayoze Pérez skoraði fyrsta mark leiksins fyrir gestina á 24. mínútu. Oliver McBurnie jafnaði metin fyrir heimamenn á 26. mínútu. Allt stefndi í jafntefli þar til undir lok leiks. Jamie Vardy skoraði sigurmark Leicester á 90. mínútu og skyldi Sheffield eftir með sárt ennið.

Sheffield situr í neðsta sæti með eitt stig. Leicester hoppaði með sigrinum upp í þriðja sæti með 21 stig. Liverpool, sem einnig eru með 21 stig, eiga leik í kvöld gegn Wolves. Sá leikur hefst klukkan 19:15.

Sheffield 1 – 2 Leicester


0-1 Ayoze Pérez (24′)


1-1 Oliver McBurnie (26′)


1-2 Jamie Vardy (90′)

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir