5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Leicester valtaði yfir botnliðið

Skyldulesning

Kelechi Iheanacho skoraði þrennu.

Kelechi Iheanacho skoraði þrennu.

AFP

Leicester átti ekki í neinum vandræðum með botnlið Sheffield United er liðin mættust á King Power-vellinum í Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Urðu lokatölur 5:0, Leicester í vil. 

Nígeríumaðurinn Kelechi Iheanacho stal senunni því hann skoraði sína fyrstu þrennu í deildinni. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks eftir undirbúning hjá Jamie Vardy. 

Ayoze Pérez bætti við öðru marki á 64. mínútu og við það opnuðust flóðgáttir því Ihenaccho bætti við þriðja markinu á 64. mínútu og fjórða markinu á 78. mínútu. Ethan Ampadu skoraði sjálfsmark á 80. mínútu og þar við sat. 

Með sigrinum fór Leicester upp í 56 stig og annað sæti deildarinnar. Sheffield United er í neðsta sæti með 14 stig og nánast fallið úr deildinni. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir