10.2 C
Grindavik
24. júní, 2021

Leið ekkert sérstaklega vel

Skyldulesning

Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni í kvöld.

Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni í kvöld.

AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var ósáttur með byrjun liðsins gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Mörk­in: Rash­ford skor­ar og skor­ar

United fékk á sig mark strax á 5. mínútu eftir mistök Dean Henderson í marki United en leiknum lauk með 3:2-sigri United.

Marcus Rashford skoraði tvívegis fyrir United en hann er markahæsti leikmaður United á tímabilinu með tólf mörk.

„Mér leið ekkert sérstaklega vel undir restina eftir að þeir höfðu minnkað muninn í 3:2,“ sagði Solskjær í samtali við BBC Sport.

„Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að byrja enn einn leikinn illa. Eftir að þeir skoruðu þá óx okkur ásmegin og við spiluðum frábæran fótbolta á stórum köflum.

Við erum með góða knattspyrnumenn í okkar liði og við gerðum virkilega vel í að nýta okkur plássið á vellinum.

Henderson gerði vissulega mistök í fyrsta markinu en hann átti líka mjög góðar vörslur inn á milli. Við sáum slæmu og góðu hliðarnar hans í leiknum.

Við erum að spila vel á útivelli en við þurfum að gera miklu betur á heimavelli og leikurinn heima gegn Leeds um næstu helgi er mjög stór fyrir okkur.

Við höfum beðið í mörg ár eftir þessari viðureign,“ bætti Solskjær spenntur við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir