4 C
Grindavik
1. mars, 2021

Leigubílastæðin ekki lengur bundin við stöðvar

Skyldulesning

Kröfu Hreyfils í málinu var synjað.

Kröfu Hreyfils í málinu var synjað.

mbl.is/​Hari

Frá og með morgundeginum verður öllum leigubifreiðum heimilt að nota hvaða leigubílastæði sem er í Reykjavík, óháð því hvaða stöð bílarnir eru frá. Sérmerkingar leigubílafyrirtækja verða teknar niður eigi síður en 15. janúar næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Bent er þar á að tvær leigubifreiðastöðvar, Hreyfill og BSR, hafi haft sérmerkt leigubifreiðastæði í borgarlandinu til afnota.

„Aðrar leigubifreiðastöðvar fóru fram á að öll stæði ætluð leigubifreiðum í borginni verði opin öllum leigubifreiðastöðvum. Það sjónarmið hafði komið fram að með því að veita heimild til notkunar á borgarlandi, í formi umræddra sérmerkinga, veitti borgin völdum fyrirtækjum samkeppnisforskot umfram önnur og skapaði aðstöðumun.“

Kröfu Hreyfils synjað

Skipulags- og samgönguráð hafi því samþykkt breytt fyrirkomulag á fundi í september á síðasta ári.

Hreyfill kærði hins vegar ákvörðun borgarinnar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis sem úrskurðaði í málinu rúmu ári síðar, eða 25. nóvember síðastliðinn.

Kröfu Hreyfils var þá synjað, þar sem ráðuneytið taldi að málefnaleg og lögmæt rök byggju að baki ákvörðun Reykjavíkurborgar í málinu.

Kort yfir helstu leigubifreiðastæði í borgarlandinu

Innlendar Fréttir