0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Leik lokið: Danmörk – Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni

Skyldulesning

Gylfi Þór Sigurðsson með boltann í baráttunni við þá Thomas Delaney og Martin Braithwaite.
Gylfi Þór Sigurðsson með boltann í baráttunni við þá Thomas Delaney og Martin Braithwaite.
EPA-EFE/Liselotte Sabroe

Danmörk vann Ísland, 2-1, í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar á Parken í kvöld. Christian Eriksen skoraði bæði mörk Dana úr vítaspyrnum.

Viðar Örn Kjartansson jafnaði í 1-1 á 85. mínútu og var hársbreidd frá því að tryggja Íslendingum fyrsta stig þeirra í Þjóðadeildinni.

Þetta var næstsíðasti leikur Íslands undir stjórn Eriks Hamrén en sá síðasti er gegn Englandi á Wembley á miðvikudaginn.


Innlendar Fréttir