4.3 C
Grindavik
22. september, 2021

Leik Ra­vens og Steelers frestað í annað sinn

Skyldulesning

Stórleik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens hefur verið frestað á nýjan leik. Leikurinn var á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 eftir miðnætti í kvöld. Hefur leiknum nú verið frestað þangað til á morgun, miðvikudag.

Pittsburgh Steelers eru eina lið NFL-deildarinnar sem hefur ekki enn tapað leik á meðan gengi Baltimore Ravens hefur verið skrykkjótt. Reikna má þó með hörkuleik þegar leikurinn verður loks flautaður á. Ljóst er að það verður ekki í kvöld.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram á þakkagjörðarhátíðinni sjálfri en segja má að um heilagan leikdag NFL-deildarinnar sé að ræða þar. Leiknum var hins vegar frestað þá og aftur núna.

Scheduling changes:

Ravens-Steelers, Wednesday at 3:40 p.m. ET.

Steelers-Washington, next Monday at 5 p.m. ET.

Ravens-Cowboys next Tuesday, Dec. 8 at 8:05 p.m. ET.

— Adam Schefter (@AdamSchefter) November 30, 2020

Þetta þýðir að Steelers munu leika tvo leiki með einkar skömmu millibili. Eitthvað sem þekkist vart í NFL-deildinni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir