0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Leik Sviss og Úkraínu frestað vegna Covid-19 smita

Skyldulesning

Sviss og Úkraína áttu að mætast í Þjóðadeildinni í kvöld. Fresta þurfti leiknum vegna Covid-19.

Þrír leikmenn Úkraínu greindust með Covid-19 eftir að hafa farið í skimun í gær. Allur hópurinn hefur verið settur í sóttkví í Sviss.

Evrópska knattspyrnusambandið hefur ekki tekið ákvörðun um það hvenær leikurinn verður spilaður.

Úkraína tapaði 3-1 fyrir Þýskalandi á laugardaginn. Annað hvort Úkraína eða Sviss munu falla úr A-deild Þjóðadeildarinnar.

Innlendar Fréttir