5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Leikfær gegn Arsenal

Skyldulesning

Roberto Firmino snéri aftur til æfinga í gær.

Roberto Firmino snéri aftur til æfinga í gær.

AFP

Roberto Firmino, framherji Englandsmeistara Liverpool í knattspyrnu, hefur hafið æfingar með liðinu á nýjan leik.

Firmino, sem er 29 ára gamall, var að glíma við hnémeiðsli en hann missti af síðustu þremur leikjum liðsins fyrir landsleikjahlé vegna meiðslanna.

Framherjinn var mættur á æfingasvæði Liverpool í gær og reiknar Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, með því að geta notað leikmanninn þegar Liverpool heimsækir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á Emirates-völlinn í London á laugardaginn kemur.

Firmino hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur fimm í 25 byrjunarliðsleikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en Liverpool er með 46 stig í sjöunda sæti deildarinnar, fimm stigum frá meistaradeildarsæti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir