10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Leikmaður Everton á láni til Rússlands

Skyldulesning

Jean-Philippe Gbamin, leikmaður Everton og Fílabeinsstrandarinnar, er farinn á láni til CSKA Mosvku í Rússlandi og verður þar út leiktíðina.

Gbamin, sem er 26 ára, kom til Everton frá Mainz í ágúst 2019 á 25 milljónir punda en hefur aðeins leikið átta leiki fyrir liðið í öllum keppnum.

Hann var óleikfær í 20 mánuði eftir að hann skrifaði undir hjá Everton vegna meiðsla í læri og þurfti á tveimur aðgerðum að halda vegna meiðsla í hásin sem hann hlaut þegar hann mætti aftur til æfinga með liðinu.

Fílabeinsstrendingurinn gert fært sig yfir til Rússlands vegna þess að félagsskiptaglugginn þar í landi lokar ekki fyrr en 22. febrúar.

Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er á mála hjá CSKA sem situr í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir