Skoski bakvörðurinn Andy Robertson leikur ekki vináttulandsleik með landsliði þjóðar sinnar gegn Póllandi á Hampden Park á fimmtudag vegna veikinda.
Robertson lék ekki með Liverpool gegn Nottingham Forest í enska bikarnum á sunnudag vegna veikindanna en ekki hefur verið gefið út hvort Robertson sé með kórónuveiruna.
Bakvörðurinn er fyrirliði skoska landsliðsins. Í hans fjarveru gæti hinn 19 ára Aaron Hickey, leikmaður Bologna, leikið sinn fyrsta landsleik.