Knattspyrnumaðurinn Bruno Fernandes slapp ómeiddur frá bílslysi sem hann lenti í á leið sinni á æfingu með Manchester United í dag.
BBC greinir frá að enginn hafi slasast alvarlega í slysinu og Fernandes æfði með liðinu í kjölfar slyssins.
„Hann er í lagi og spilar á morgun,“ sagði Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri United, á blaðamannafundi í dag.
United heimsækir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. United er í fimmta sæti með 54 stig og Liverpool í öðru sæti með 73 stig.