-1 C
Grindavik
21. janúar, 2021

Leikmenn Arsenal gætu átt von á launalækkun

Skyldulesning

Pierre-Emerick Aubameyang er launahæsti leikmaður Arsenal ásamt Mesut Özil.

Pierre-Emerick Aubameyang er launahæsti leikmaður Arsenal ásamt Mesut Özil.

AFP

Leikmenn enska knattspyrnufélagsins Arsenal munu þurfa taka á sig mikla launalækkun, fari svo að félagið falli í ensku B-deildina næsta vor.

Arsenal er með 14 stig í fimmtánda sæti deildarinnar eftir fjórtán spilaða leiki, 4 stigum frá fallsæti.

Spilamennska liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska í undanförnum leikjum en liðinu gengur illa að skora mörk.

Sportsmail greinir frá því að ef félagið fellur um deild verði launakostnaðurinn skorinn niður um 25% hjá öllum leikmönnum liðsins.

Þetta myndi spara liðiu 37,5 milljónir punda á ári en það samsvarar rúmlega 6,4 milljörðum íslenskra króna.

Sportsmail segir að launakostnaður liðsins sé í kringum 150 milljónir punda á ári en fari svo að Arsenal fari niður um deild má gera ráð fyrir því að margar af stærstu stjörnum liðsins muni yfirgefa félagið.

Pierre-Emerick Aubameyang og Mesut Özil þéna báðir 350.000 pund á viku og eru launahæstu leikmenn liðsins. Þá þénar Willian 220.000 pund á viku og Alexandre Lacazette 180.000 pund.

Innlendar Fréttir