6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Leikmenn ekki búnir undir þessi átök

Skyldulesning

Mikil meiðsli herja á knattspyrnumenn þessa dagana og þá sér í lagi í ensku úrvalsdeildinni þar sem menn hafa haltrað af velli, hægri vinstri, í upphafi tímabilsins.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er einn þeirra sem hefur kvartað mikið yfir leikjaálaginu á tímabilinu en James Milner, miðjumaður Liverpool, fór meiddur af velli í leik Brighton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag.

Hann bætist því á langan meiðsalista Liverpool með þeim Virgil van Dijk, Joe Gomez, Trent Alexander-Arnold, Alex Oxlade-Chamberlain, Thiago, Xherdan Shaqiri og Naby Keita.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Síminn Sport, ræddi þessi miklu meiðslavandræði, sem herja á leikmenn, við sjúkraþjálfarann Einar Einarsson sem starfar á Aspetar íþróttasjúkrahúsinu í Katar.

„Það gafst aldrei tækifæri til þess að búa leikmenn undir þessi átök,“ sagði Einar.

„Það sem skiptir mestu máli er að þjálfa hámarksákefðina. Þetta snýst ekki beint um leikinn sjálfan eða þessar 90. mínútur sem þú spilar.

Þetta snýst um hversu marga spretti þú tekur á viku og hversu góður þú ert í því að taka endurtekna spretta. Þjálfun knattspyrnumanna á milli leikja snýst að mörgu leyti um þetta.

Undirbúningstímabilið snýst um að koma leikmönnum á þetta stig að geta tekið þessi krefjandi hlaup undir lok leikja sem dæmi.

Það varð ekkert úr undirbúningstímabilinu fyrir þetta tímabil og á móti er búið að auka leikjaálagið til muna.

Tækifærin til þess að þjálfa sig eru þess vegna miklu minni því núna snýst tíminn á milli leikja um það að reyna jafna sig,“ bætti Einar við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir