1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Leikmenn Everton hafa orðið sér til skammar

Skyldulesning

Gary Neville og Jamie Carragher.

Gary Neville og Jamie Carragher. Ljósmynd/Skysports.com

Frammistaða enska knattspyrnuliðsins Everton var til umræðu í Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi. Þar ræddu Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool og Gary Neville fyrrum leikmaður Manchester United málin.

„Þeir eiga tvo heimaleiki í röð. Ég hélt að þar myndu þeir taka skrefið í átt að áframhaldandi veru í deildinni en þeir töpuðu fyrri leiknum. Nú er leikurinn gegn Newcastle líklega stærsti leikur félagsins í 20 ár, síðan þeir héldu sér uppi með sigri gegn Coventry í síðustu umferðinni árið 1998.

Ég held að stuðningsmenn Everton hafi ekki trú á því að liðið geti haldið sér uppi. Ef þeir vinna ekki á heimavelli, þá hafa þeir enga trú á því að geta náð í úrslit á útivelli. Leikjadagskráin þeirra er rosalega og þess vegna er þessi leikur gegn Newcastle svona stór,“ sagði Carragher.

Gary Neville tók í sama streng.

„Þetta er risastórt félag en ég veit um nokkra stuðningsmenn Everton sem segja að þetta sé búið. Það er mikið eftir af tímabilinu en ég sé ekki hvernig þeir ætla að snúa þessu við. Hver ætlar að snúa klefanum við?“

Þá tók Carragher aftur til máls.

„Leikmenn Everton hafa orðið sér til háborinnar skammar. Það er hægt að tala um Frank Lampard og Rafa Benítez en það eru tveir mjög ólíkir stjórar með mismunandi áherslur. Benítez er mjög varnarsinnaður en Lampard aljör andstæða. 

Þeir hafa verið með Carlo Ancelotti sem stjóra, Rafael Benítez, Ronald Koeman, Marco Silva. Þeir hafa prófað alla stjóra sem maður getur hugsað sér. Leikmennirnir eru til skammar hjá Everton.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir