9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Leikmenn Man Utd spyrja sig af hverju Maguire er valinn leik eftir leik

Skyldulesning

Samkvæmt frétt The Times eru einhverjir leikmenn Manchester United farnir að spyrja sig af hverju Harry Maguire er alltaf valinn í byrjunarliðið.

Maguire, sem ber fyrirliðabandið hjá Man Utd, hefur ekki átt gott tímabil hingað til og verið mikið gagnrýndur.

Ekki er tekið fram hvaða leikmenn það eru sem eru efins um enska miðvörðinn.

Man Utd mætir Manchester City í nágrannaslag og stórleik um helgina. Þar má búast við því að Maguire verði í byrjunarliðinu.

Maguire kom til Man Utd frá Leicester árið 2019 og byrjaði feril sinn á Old Trafford nokkuð vel.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir