9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Leikmenn Senegal fá rosalega bónusgreiðslu, jörð í höfuðborginni og virtustu orðu Senegal eftir sögulegan sigur

Skyldulesning

Landsliðsmenn senegalska karlalandsliðsins í knattspyrnu eru þjóðhetjur eftir sigur liðsins í Afríkukeppninni um síðustu helgi. Sannkölluð þjóðhátíðarstemmning hefur verið í Senegal frá því að Senegal hafði betur gegn Egyptalandi í úrslitaleik Afríkukeppninnar og við heimkomu voru landsliðsmenn hylltir sem hetjur.

Þetta er í fyrsta skipti í sögu Senegal sem þjóðin hefur unnið Afríkukeppnina og því var slegið til alvöru móttöku þegar að leikmennirnir sneru til heimalands síns.

GettyImages

Á sérstakri athöfn í höfuðborg Senegal, Dakar, heiðraði Macky Sall, forseti landsins, landsliðsmenn með virtustu orðu ríkisins. Þá fá liðsmenn senegalska landsliðsins allir því sem nemur 10 milljónum íslenskra króna og að auki fær hver og einn 200 fermetra lóð í höfuðborg landsins.

Tugir þúsunda einstaklinga flykktust út á götur Dakar til þess að reyna koma auga á hetjur landsins. Leikmenn liðsins ferðuðust á rútu í gegnum borgina.

GettyImages
GettyImages

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir