5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Leikur sem við eigum oft í erfiðleikum með

Skyldulesning

Ingibjörg Sigurðardóttir segir það mikla áskorun fyrir íslenska landsliðið að brjóta upp vörn Slóvakíu í dag, á velli sem sé ekki sá besti, og knýja fram sigur í baráttunni um að komast beint á EM í fótbolta.

Jafntefli í dag dugar Íslandi til að tryggja sér 2. sæti í riðlinum og fara í umspil um sæti á EM í Englandi. Ágætar líkur eru á að sigur í dag og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag dygðu hins vegar til að koma Íslandi beint á EM, sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti síns riðils.

Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að vinna Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári síðan, þrátt fyrir yfirburði úti á vellinum, því eina markið kom um miðjan seinni hálfleik, úr smiðju Elínar Mettu Jensen.

Klippa: Ingibjörg um Slóvakíu

„Þær voru mjög þéttar fyrir og erfitt að komast í gegnum þær. Við vorum mikið með boltann en í fyrri hálfleiknum var kannski aðeins of lágt tempó hjá okkur með boltann. Um leið og við jukum hraðann í seinni hálfleiknum fórum við að geta opnað þær aðeins betur,“ sagði Ingibjörg við Vísi í gær.

„Leiðinlegt fyrir þær“

„Þetta endaði samt bara 1-0, þetta er hörkulið með gott varnarskipulag. Þetta er kannski leikur sem að við eigum oft í erfiðleikum með; að vera mikið með boltann og þurfa að spila okkur í gegnum svona varnarsinnað lið. Þetta er mikið „challenge“ fyrir okkur.

Þær eru á heimavelli og maður býst ekkert við besta velli í heimi. Aðstæðurnar eru ekkert eins og á Laugardalsvelli. Við verðum bara að reyna að halda háu tempói með boltann og vera þolinmóðar. Ég held að það sé lykillinn. Þær eru líka fastar fyrir og það verður kannski mikið af aukaspyrnum og stoppi í leiknum. Við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt,“ sagði Ingibjörg.

Íslenska liðinu hefur til þessa tekist að forðast kórónuveirusmit en hið sama verður ekki sagt um leikmenn Slóvakíu því aðalmarkaskorari liðsins, Patrícia Hmírová, er með veiruna.

„Það hlaut kannski að koma að því að það kæmi eitthvað upp í tengslum við okkar leiki því það hefur allt gengið upp hingað til. Auðvitað er þetta leiðinlegt fyrir þær, maður vill bæta besta liðinu, en svona er þetta,“ sagði Ingibjörg.


Tengdar fréttir


„Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið.


Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits.


Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM.


Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir