1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Leit KSÍ að arftaka Arnars og Eiðs hjá U21 í fullum gangi

Skyldulesning

KSÍ réð í dag Arnar Þór Viðarsson sem þjálfara A-landsliðs karla og Eið Smára Guðjohnsen sem hans aðstoðarmann.

Þeir láta því báðir af störfum með U21 árs liðið sem þeir komu inn á Evrópumótið í síðasta mánuði, liðið hefur leik í úrslitum þar í mars.

Óvíst er hvaða teymi Guðni Bergsson og hans stjórn muni leiða þar saman. „Við munum finna góða og hæfa þjálfara til að leiða þann hóp í úrslitakeppnina, Þetta er gríðarlega spennandi fyrir okkur og strákana. Þetta er mikilvægt verkefni og við munum búa um hnútana þannig að það verði mjög vel skipað,“ sagði Guðni Bergsson á fréttamannafundi í dag.

Arnar og Eiður Smári stýrðu U21 árs landsliðinu í annað sinn í sögunni inn á lokamót EM. Liðið leikur riðil sinn Ungverjalandi í mars en liði er í riðli með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi.

Innlendar Fréttir