4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Leita göngumanns nálægt Móskarðshnjúkum

Skyldulesning

Enn af öfugsniða

Fyrri hluti októbermánaðar

Esjan og Kistufell fremst til hægri. Móskarðshnjúkar ögn innar og …

Esjan og Kistufell fremst til hægri. Móskarðshnjúkar ögn innar og svo Laugardalsfjöllin og Hrafnabjörg.

mbl.is/Sigurður Bogi

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fimm í dag vegna göngumanns sem er villtur nálægt Móskarðshnjúkum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að lítið sé eftir af rafhlöðunni á síma mannsins. 

„Það er lítið eftir af batteríinu á símanum hjá honum svo það er óheppilegt hve illa gengur að staðsetja hann vegna þess að menn treysta svolítið á það að vera í sambandi við hann,“ segir Davíð í samtali við mbl.is.

100 björgunarsveitarmenn eru nú þegar komnir á svæðið og lýsa nú með kösturum úr öllum áttum „til að reyna að athuga hvort hann verði var við einhverja,“ segir Davíð. 

Þyrla nýtist við aðstæður sem þessar

Maðurinn tilkynnti sjálfur að hann hefði villst af leið.

„Það er kalt úti og mikið myrkur svo menn vilja eðlilega leysa þetta hratt,“ segir Davíð. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar er ekki tiltæk sem stendur vegna verkfalls flugvirkja. Verkfallinu lauk í gærkvöldi vegna lagasetningar á Alþingi sem bannaði verkfall flugvirkjanna. 

Spurður hvort um sé að ræða útkall þar sem þyrfti helst að kalla í þyrlu segir Davíð það ekki alveg á hreinu en þyrlur nýtist alla vega í aðstæðum sem þessum.

Vísir greindi fyrst frá.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir