6 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Leita til Færeyinga vegna Samherjafélaga

Skyldulesning

Þórshöfn í Færeyjum.

mbl.is/Björn Jóhann

Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa óskað eftir aðstoð frá skattayfirvöldum í Færeyjum vegna rannsóknar á málefnum Samherja og meintum mútugreiðslum í Namibíu.

Um er að ræða upplýsingar um þrjú dótturfélög Samherja; Tindhólm, Hargengus og Scombrus, sem voru stofnuð utan um dótturfélög Samherja á Kýpur. Þetta staðfestir Task, færeyski skatturinn, við Kringvarpið í Færeyjum.

Kringvarpið mun á morgun sýna þátt undir heitinu „Teir ómettiligu“, sem gæti útlagst sem „Hinir óseðjandi,“ en þar verður sjónum beint að því hvernig Færeyjar blandast inn í hinar meintu mútugreiðslur í Namibíu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir