3 C
Grindavik
1. desember, 2020

Leitin að sakleysi Jóns Ásgeirs

Skyldulesning

Fimmtudagur, 19. nóvember 2020

Leitin að sakleysi Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir, kenndur við Baug, var hvað djarftækastur útrásarmanna. Engu eirði hann, hvorki voru bankar, fjölmiðlar, byggingavöruverslanir né prentsmiðjur, hér heima og í Englandi, óhultar fyrir ásælni Baugsstjórans. Lífeyrissjóðir voru í skotlínunni, þeim var gert að skaffa hlutafé ellegar fá samkeppni frá máttarvaldinu.

Að ekki sé talað um orðspor stjórnmálamanna sem lögðu stein í götu unga athafnamannsins. Þeirra beið ekkert annað falsfréttir og útskúfun af hálfu Baugsmiðla. Ítök Jóns Ásgeirs í samfélaginu voru slík að heil ríkisstjórn var skírð í höfuðið á veldi hans: Baugsstjórnin 2007. Ári seinna knúði hrunið dyra og á einni nóttu varð óskabarn auðjöfursins að hrunstjórninni. 

Strax eftir hrun flutti Jón Ásgeir inn viðskiptafélaga frá Bretlandi til að kaupa íslensk verðmæti á slikk.

Útgáfu bókar um sakleysi Jóns Ásgeirs seinkar. Skal engan undra. Það er djúpt á sakleysi Seltirningsins. Mjög djúpt.


Innlendar Fréttir