0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Léleg aðstaða til að pissa í glasið varð til þess að UEFA varaði KSÍ við

Skyldulesning

Evrópska knattspyrnusambandið hefur varað KSÍ við því að aðstaða til þess að framkvæma lyfjapróf á Laugardalsvelli sé ekki viðunandi. Frá þessu greinir Fréttablaðið fyrst og vitnar í úrskurð frá UEFA um málið.

Í frétt Fréttablaðsins segir að fjallað sé um landsleik Íslands og Rúmeníu í október og að Ísland sé ákært fyrir aðstöðuleysis þegar kemur að lyfjaprófum.

Laugardalsvöllur er kominn til ára sinna en aðstaðan sem leikmenn og dómarar nota var byggð árið 1958. Aðstaðan fyrir leikmenn til að pissa í glas er ekki nægilega góð að mati UEFA. Eftir hvern landsleik á vegum UEFA eru leikmenn lyfjaprófaðir af handahófi.

Óvíst er hvað KSÍ getur gert þangað til nýr völlur verður byggður en stefnt er að því að það ferli fari á fullt á næstunni.

Ríkisstjórninn hefur hafið viðræður við Reykjavíkurborg um uppbyggingu vallarins og gæti hann verið klár innan fimm ára.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir