Nýjasti vélstjórinn um borð, hann Andri er búinn að ganga með vélstjórann í maganum lengi og þá sérstaklega að verða vélstjóri á Hrafni Sveinbjarnar. Fyrir fjórum árum átti hann þess kost að komast makríltúr með Hrafni og eftir það var ekki aftur snúið, á Hrafninn skyldi hann komast hvað sem raulaði og tautaði.
Við tók þrotlaus skólaganga og smiðjutími sem að lokum skilaði honum um borð í Hrafn, munstraður sem vélstjóri.
„Þetta er einhver mesta hamingja sem manni getur hlotnast“ svaraði Andri og brosti hringinn. „Þetta var ekki auðveld ganga, það skall á heimsfaraldur og ég fjölgaði mannkyninu, og ýmislegt gekk á þennan tíma, en hér er ég kominn loksins!“
Og aðspurður hvort öll þessi vinna hafi borgað sig svarar Andri “ Það á eftir að koma í ljós, þetta allavega byrjar vel, hef reyndar ekki verið með öllum fastamönnunum í Valsgenginu ennþá en það gerist og þá get ég gefið skýrari svör….“
Með það var Andri rokinn í reddingar….