3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Lengja hafnargarðinn í Ólafsvík

Skyldulesning

Hafnargarðurinn nýi í Ólafsvík.

Ljósmynd/Heimir Berg Vilhjálmsson

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Grjótverks hf. í Hnífsdal luku á fimmtudag við lengingu hafnargarðs í Ólafsvík. Bætt var 80 metrum við svonefndan Norðurgarð, sem lokar höfninni fyrir opnu hafi.

Með þessari framkvæmd er gert ráð fyrir meiri kyrrð innan hafnar, svo bátar sem liggja við bryggju verði fyrir sem minnstri hreyfingu við bryggjukant. Innsiglingin á sömuleiðis að verða öruggari.

Framkvæmdir hófust í nóvember 2019 og tóku því 16 mánuði. Grjót í garðinn var fengið í námu á Rifi. „Þetta var mjög mikilvægt verkefni og þarft,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, meðal annars í Morgunblaðinu í dag.

Innlendar Fréttir