Lengjubikarinn: Valur meistari eftir vítakeppni gegn KA – DV

0
171

KA 1 – 1 Valur
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson(’71, víti)
1-1 Birkir Már Sævarsson(’90)

Úrslitaleikur Lengjubikarsins fór fram í kvöld og var boðið upp á dramatík á Akureyri.

KA tók á móti Val í úrslitunum en tvö mörk voru skoruð í venjulegum leiktíma.

Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði það fyrra fyrir KA úr vítaspyrnu og virtist markið ætla að duga til sigurs.

Það varð hins vegar ekki raunin en Birkir Már Sævarsson jafnaði metin fyrir Val á síðustu sekúndunum.

Það var ekki gripið til framlengingar heldur vítaspyrnukeppni þar sem Valur hafði að lokum betur og er sigurvegari keppninnar 2023.