7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Lengjudeild karla: ÍBV endar tímabilið á sigri

Skyldulesning

ÍBV heimsótti Gróttu í lokaleik liðanna í Lengjudeildinni í ár. ÍBV hafði þegar tryggt sér sæti í efstu deild á næstu leiktíð fyrir leik en Grótta hafði möguleika á að fara upp fyrir Kórdrengi í 5. sæti deildarinnar.

Sigurður Grétar Benónýsson kom ÍBV í forystu strax á 2. mínútu leiks. Björn Guðjónsson og Kjartan Halldórsson sneru leiknum heimamönnum í vil með mörkum á 18. og 29. mínútu og staðan 2-1 fyrir Gróttu í hálfleik.

Arnar Þór Helgason jafnaði metin fyrir ÍBV á 55. mínútu þegar hann setti boltann í eigið net eftir hornspyrnu og það var svo Sigurður Arnar Magnússon sem vann leikinn fyrir Eyjamenn með góðu skoti sex mínútum fyrir leikslok.

ÍBV lýkur keppni í 2. sæti með 47 stig. Grótta er í 5. sæti með 35 stig, jafnmörg stig og Vestri sem á leik til góða í 6. sæti.

Grótta 2 – 3 ÍBV


0-1 Sigurður Grétar Benónýsson (‘2)


1-1 Björn Guðjónsson (’18)


2-1 Kjartan Kári Halldórsson (’29)


2-2 Arnar Þór Helgason (’55, sjálfsmark)


2-3 Sigurður Arnar Magnússon (’84)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir