10.7 C
Grindavik
31. júlí, 2021

Lengjudeildin: Dramatískur sigur ÍBV gegn Þór

Skyldulesning

ÍBV tók á móti Þór á Hásteinsvelli í 6. umferð Lengjudeildar karla. Leiknum lauk með dramatískum 2-1 sigri ÍBV.

Stefán Ingi Sigurðarson, sem kom til ÍBV á láni frá Breiðablik fyrir tímabilið, kom heimamönnum yfir snemma leiks með skalla. Tæpum 20 mínútum síðar jafnaði Jóhann Helgi Hanesson metin og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Næst dró til tíðinda á 65. mínútu þegar Nökkvi Már Nökkvason fékk beint rautt spjald fyrir brot.

Guðjón Pétur Lýðsson fékk frábært tækifæri undir lok leiks til að koma heimamönnum aftur yfir þegar hann fékk vítaspyrnu en hann skaut yfir. Þá héldu flestir að leikurinn myndi enda með jafntefli en Guðjón Ernir Hrafnkelsson skoraði í uppbótartíma og tryggði ÍBV þrjú mikilvæg stig.

ÍBV 2 – 1 Þór


1-0 Stefán Ingi Sigurðarson (´11)


1-1 Jóhann Helgi Hannesson (´29)


2-1 Guðjón Ernir Hrafnkelsson (´92)


Rautt spjald: Nökkvi Már Nökkvason (´65)


Misnotað víti: Guðjón Pétur Lýðsson (´89)

Upplýsingar um markaskorara fengust á fotbolti.net

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir