Lengjudeildinni gerð góð skil í sumar – Markaþáttur og flottari útsendingar – DV

0
73

433.is verður heimili Lengjudeildar karla í sumar. Deildinni verða gerð góð skil, eins og kynnt var á kynningarfundi deildarinnar sem Íslenskur Toppfótbolti hélt í dag.

Meira
Spáin fyrir Lengjudeild karla: ÍA beint aftur upp og hart barist um umspilssætin – Mikil vonbrigði á Selfossi

Í samstarfi við OZ mun ÍTF vera með sex myndavélar á flestum völlum deildarinnar. Aðrir vellir bjóða ekki upp á slíkt.

Markmiðið er að sýna alla leiki í deildinni á Youtube í 4k-gæðum. Völdum leikjum verður svo lýst á 433.is.

Þá verður einnig markaþáttur á dagskrá hér á 433.is. Svipar hann til þess sem hefur verið á sjónvarpsstöðinni Hringbraut undanfarin tvö keppnistímabil í Lengjudeildinni. Verður einnig hægt að sjá markaþáttinn í VOD á afruglurum og appi sjónvarps Símans.

Lengjudeild karla hefst þann 5. maí og er eftirvæntingin mikil.

1. umferð Lengjudeildar karla
ÍA – Grindavík (5. maí kl. 19:15)
Grótta – Njarðvík (5. maí kl. 19:15)
Selfoss – Afturelding (5. maí kl. 19:15)
Ægir – Fjölnir (5. maí kl. 19:15)
Þróttur R – Leiknir R (5. maí kl. 19:15)
Þór – Vestri (6. maí kl. 14)