0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Lenti í slysi utandyra

Skyldulesning

Klukkan að ganga tvö í nótt aðstoðaði lögregla sjúkralið vegna manns sem hafði lent í slysi utandyra í Reykjavík. Maðurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka. Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að nóttin hafi verið fremur róleg hjá lögreglu.

Laust eftir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um rúðubrot á Laugavegi. Málið er í rannsókn.

Nokkrar tilkynningar bárust um hávaða í heimahúsum og voru þau mál leyst á staðnum með atbeina lögreglu.

Innlendar Fréttir