5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Lentu í sjálfheldu á Helgafelli

Skyldulesning

Helgafell í Mosfellsbæ.

Helgafell í Mosfellsbæ.

Ljósmynd/Wikipedia.org/ Philipp Weigell

Tvær ungar stúlkur lentu í sjálfheldu í Helgafelli í Mosfellsbæ og óskuðu eftir aðstoð við að komast niður. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að þeim hafi verið hjálpað niður og ekið heim til sín. Þeim var orðið kalt en að öðru leyti amaði ekkert að þeim.

Í dagbók lögreglunnar frá því í gærkvöldi og í nótt kemur fram að brotist hafi verið inn í fyrirtæki í Hafnarfirði (hverfi 221) en ekki talið að viðkomandi hafi náð að stela neinu þar sem styggð kom að þeim þegar öryggiskerfi fór í gang.

Kveikt var  í ruslatunnu við bensínstöð í Breiðholtinu (hverfi 109). Ekkert tjón varð og ekki vitað um gerenda.

Ölvuðum manni var vísað út úr verslun í miðborginni (hverfi 101) eftir að hafa lagst til hvílu á lager verslunarinnar.

Tveir ökumenn sem ekki eru með ökuréttindi, eru báðir sviptir, voru stöðvaðir í umferðinni. Annar þeirra hefur ítrekað verið stöðvaður af lögreglu þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir