10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Les fyrir jólapróf í læknisfræði á milli leikjanna sem gætu skilað Íslandi á EM

Skyldulesning

Markaðsverð á orku segir ESB

Hálfur september

Björn Bjarnason á ferð

Elín Metta Jensen nýtir þann tíma sem gefst í landsleikjatörnum til að sinna námi sínu í læknisfræði. Hún er því í jólapróflestri fyrir leikina mikilvægu við Slóvakíu og Ungverjaland.

Ísland mætir Slóvakíu kl. 17 í dag í bænum Senec, eftir að hafa dvalið í Bratislava frá því á sunnudag. Liðið mætir svo Ungverjalandi í Újpest á þriðjudaginn. Í húfi er sæti á sjálfu Evrópumótinu sem fram fer í Englandi sumarið 2022.

Elín Metta hefur verið íslenska liðinu afar dýrmæt í undankeppninni og skorað í fimm leikjum af sex, samtals sex mörk. Það var einmitt hún sem að skoraði eina markið þegar Ísland og Slóvakía mættust á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári síðan.

Valskonan var að sjálfsögðu einnig með í níu daga ferðinni til Svíþjóðar í lok október og mun því hafa verið í 20 daga erlendis þegar landsliðið snýr aftur heim næsta miðvikudag. Hún hafði heppnina með sér í Evrópuleikjum Vals því liðið fékk heimaleik í báðum umferðunum sem það tók þátt í nú í vetur.

Reyni að vera dugleg hérna úti

Samhliða því að spila og skora mörk fyrir landsliðið og Val sinnir Elín Metta krefjandi námi í læknisfræði, og tekst að láta það ganga upp:

„Það hefur gengið ágætlega. Það er ákveðinn kostur að út af Covid þá er allt unnið að heiman og flestir fyrirlestrar í gegnum tölvuna. Ég hef því ekki þurft að sleppa því að mæta eitthvert, sem er ágætt,“ sagði Elín Metta við Vísi í gær.

„En það eru jólapróf hjá mér þegar ég kem heim þannig að ég reyni að vera dugleg að læra fyrir þau hérna úti, þegar tími gefst. Svo er bara að vona það besta, að þetta reddist,“ sagði framherjinn og brosti.

Klippa: Elín Metta í jólapróflestri


Tengdar fréttir


Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma?


„Þær geta verið hörkugóðar,“ segir Elín Metta Jensen um landslið Slóvakíu fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni EM á morgun.


Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits.


„Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir