8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Lést við það að taka réttu myndina

Skyldulesning

38 ára gömul kona í Ástralíu féll til dauða þegar hún ætlaði að taka mynd af sér úti í náttúrunni. The Mirror fjallar um málið.

Atvikið átti sér stað á laugardag, í Grampians-þjóðgarðinum í Ástralíu, en konan er talin hafa runnið eða fallið af öryggisgirðingu á útsýnispalli. Markmiðið hafi verið að taka ljósmynd, en það endað á þennan hræðilega hátt.

Konan á að hafa verið að heimsækja þjóðgarðinn með fjölskyldu sinni, en samkvæmt áströlskum fjölmiðlum voru þau viðstödd þegar fallið átti sér stað.

Talið er að fallið hafi að minnsta kosti verið 80 metrar. Upphaflega átti að senda út leitarteymi, en þegar að viðbragðsaðilar áttuðu sig á því hversu hátt fallið hefði verið þá var hætt við.

Lögreglan rannsakar andlátið, en telur það ekki vera grunsamlegt.

Innlendar Fréttir