1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Lét af störfum í febrúar eftir að hafa áreitt konu – Fékk nýtt starf í dag

Skyldulesning

Marc Overmars lét af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax í febrúar en hann hafði áreitt kvenkyns starfsmann félagsins.

Stjórn Ajax fékk að vita af þessu og hafði ætlað að skoða málið ítarlega þegar Overmars ákvað sjálfur að segja af sér.

Hann var ekki lengi án atvinnu en Antwerp í Belgíu hefur nú gengið frá ráðningu á Overmars.

Antwerp segir að mál Overmars hjá Ajax sé hans einkamál og að félagið hafi ekkert pælt í því þegar félagið ákvað að ráða hann.

Overmars átti flottan feril sem leikmaður en hann lék með Arsenal og Barcelona auk þess að vera lykilmaður í hollenska landsliðinu.

„Þetta er ólíðandi hegðun fyrir mann í minni stöðu. Ég sé það sjálfur en það er of seint. Þeta hefur gríðarleg áhrif á einkalíf mitt, ég bið alla um að láta mig og fjölskyldu mína vera,“ sagði Overmars þegar hann hætti hjá Ajax.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir